Laxeldisfyrirtæki í Chile hafa ekki gefist upp þrátt fyrir að laxeldi þar hafi nánast hrunið eftir að sjúkdómar herjuðu á eldislaxinn. Salmones Maullín, dótturfyrirtæki AquaChile, hefur nú kynnt ráðagerðir um að byggja nýja og fullkomna seiðaeldisstöð í borginni Rio Grande.

Þetta verkefni krefst fjárfestingar upp á 26 milljónir dollara eða um 3 milljarða ISK. Í nýju stöðinni verður fullkominn búnaður til að endurnýta vatn og til að haga framleiðslunni á eins umhverfisvænan hátt og kostur er. Þar fer fram seiðaframleiðsla félagsins allt frá klaki til afhendingar á heilbrigðum seiðum af þeirri stærð sem hæfir laxeldisstöðvum.

Hugmyndin er að byggja nýja landstöð sem getur framleitt 24 milljónir seiða á ári.