Kínverska tryggingafélagið China Life Insurance Co. er orðið verðmeira á markaði en bandaríska símafyrirtækið AT&T og þar með eitt af tíu verðmestu fyrirtækjum heims. Í dag eru því fimm af topp tíu verðmestu fyrirtækjum heims kínversk en þrjú bandarísk.

Verðgild margra kínverskra fyrirtæka hefur þrefaldast á árinu en að mati sérfræðinga er svo hraður vöxtur varasamur og getur leitt til aukinnar verðbólgu.

China Lifa sem er stærsta tryggingafélag Kína hækkaði um 1.1% á markaði í Hong Kong og um 6.7% í Shanghæ skömmu fyrir útgáfu afkomuskýrslu þess fyrir þriðja ársfjórðung.

Verðgildi China Life er sagt vera 259.1 milljarða Bandaríkjadalir en AT&T er metið á 252.9 milljarða dali.