Eftir erfiðan fjórðung þar sem matareitranir brutust út hefur Chipotle verið borin stefna, og hlutabréfaverð félagsins fellur ört í kjölfar tilkynningarinnar.

Eftir að E.Coli bakterían smitaði kúnna veitingastaðakeðjunnar bandarísku varð mikill samdráttur á sölu fyrirtækisins. Því næst komst upp um að starfsmaður félagsins hefði mætt til vinnu smitaður af nóróvírus, og smitaði 200 kúnna af vírusnum.

Útbreiðsla vírussins skvetti bensíni á bálið, sem gerði það að verkum að 14% samdráttur varð í heildina á síðasta ársfjórðungi 2015. Fjárfestar hafa brugðist hratt við, en frá því að fyrstu fréttir bárust af veikindunum hefur gengi bréfa félagsins hrunið eins og af kletti.

Þann 4. október 2015 var verð á hlut í kringum 734 bandaríkjadali, eða rúmlega 95 þúsund krónur. Síðan þá hefur verðið dottið niður í 431 bandaríkjadal, eða 53 þúsund krónur. Þetta er rúmlega 41% lækkun á þremur mánuðum.