Bananaframleiðandinn Chiquita Brands International hefur fallist á að greiða um 25 milljón Bandaríkjadali í skaðabætur fyrir að hafa borgað hryðjuverkasamtökum fyrir vernd gegn árásum á ræktunarsvæði fyrirtækisins í Kólumbíu.

Forráðamenn fyrirtækisins höfðu viðurkennt að hafa borgað AUC-hryðjuverkasamtökunum 1,7 milljónir dala á árunum 1997 og 2004 en stjórnvöld á Vesturlöndum segja að samtökin beri ábyrgð á fjöldamörðum og útflutningi á fíkniefnum.