Ávöxtunarkrafa 10 ára ríkisskuldabréfa hefur hækkað (gengið lækkað) umtalsvert síðastliðnar vikur. Lars Christensen, hagfræðingur hjá Danske Bank, segir mikla fylgni hafa verið milli gengi bréfanna og íslensku krónunnar síðastliðið ár, þannig að  þegar ávöxtunarkrafan hækki hafi gengi krónan lækkað.


Sérstaklega hafi þetta sambandið verið sterkt á fyrri helmingi síðasta árs, en í ljósi minnkandi eftirspurnar í íslenska hagkerfinu, telur Christensen ferkari hækkun ávöxtunarkröfunnar benda til þess að gengi krónunnar kunni að lækka í framhaldinu.