Lars Christensen yfirmaður greiningardeildar Danske Bank telur heppilegra að peningastefna Íslands tengist öðrum gjaldmiðli en evrunni. Þetta kom fram á fundi VÍB í morgun.

Christensen segir að heppilegra að Ísland taki upp norsku krónuna eða kanadíska dalinn, eða tengist gjaldmiðlunum tveimur svipað og danska krónan er „pegguð“ við evruna.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var einnig meðal frummælenda á fundinum.