Bandaríski bílaframleiðandinn Chysler hefur boðist til að gera starfslokasamninga við fjölda starfsmanna sinna í þeirri von að geta fækkað starfsfólki án þess að segja þeim upp með fjöldauppsögnun.

Reuters fréttastofan greinir frá því að félagið hafi þegar haft samband við verkalýðsfélag bifvélavirkja, United Auto Worker til að ráðfæra sig við nánari útfærslu á slíkum samningum.

Chrysler þáði nýlega um 4 milljarða Bandaríkjadal að láni frá bandarískum yfirvöldum í þeirri von að geta haldið starfssemi áfram. Nú er unnið að endurskipulagningu félagsins en láninu fylgdu þeir skilmálar að félagið myndi meðal annars fækka starfsfólki í febrúar.