Bílaframleiðandinn Chrysler skilaði hagnaði upp á 436 milljónir dala á síðasta ársfjórðungi. Þetta er mikil breyting því á sama tímabili í fyrra skilaði fyrirtækið tapi upp á 370 milljónir dala. Bílasala jókst einnig um 20%.

75% af sölu fyrirtækisins fer fram í Bandaríkjunum en lítið er um sölu Chrysler bíla í Evrópu. Bílamarkaðurinn hefur verið að stækka síðustu þrjú ár og hafa tekjur Chrysler aukist um 23% frá fyrra ári og voru nú 16,8 milljarðar dala.

Slæm útkoma fyrirtækisins í fyrra var vegna lána sem fyrirtækið þurfti að endurgreiða ríkinu, 551 milljón dala.