Bandaríski bílaframleiðandinn Chrystler áætlar nú að segja segja upp allt að fjórðungi starfsmanna sinna fyrir áramót en alls vinna um 18.500 manns hjá fyrirtækinu.

Þetta kemur fram á fréttavef Reuters.

Í frétt Reuters kemur þó fram að næstu vikurnar mun félagið ekki ráða í neinar nýjar stöður og „hvetja“ fólk til að leita sér að annarri vinnu hafi það kost á því.

Fyrir liggur að Chrystler mun loka verksmiðju sinni í Newark á þessu ári en upprunaleg áætlun gerði ráð fyrir að verksmiðjunni yrði lokað seint á næsta ári.