Sir Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, mun prýða nýjan fimm punda seðil sem verður gefinn út eftir þrjú ár, þ.e. árið 2016. Mynd af mannréttindafrömuðinum Elisabeth Fry er á seðlinum sem nú er í notkun. Það var Mervyn King, fráfarandi seðlabankastjóri sem tók ákvörðun um það að mynd af Churchill ásamt tilvitnun í hann verði á nýja seðlinum.

Breska dagblaðið Guardian segir á vef sínum að nöfn fjölmargra þjóðþekktra Breta séu á lista yfir þá sem mælt sé með að verði á breskum seðlum í framtíðinni. Þar á meðal eru lafði Díana, Bítlarnir, skáldið William Blake, Margaret Thatcher og David Attenborough.