Flugfélagið Cimber hefur keypt hluta af eigum flugfélagsins Sterling sem nú er í gjaldþrotameðferð. Kaupin koma í kjölfar þess að skiptastjórar félagsins höfðu hætt við að selja starfsemina til fjármálamannsins Karsten Ree og fjárfestingasjóðsins Axcel.

Með kaupum á Sterling segir Jörgen Nielsen, stjónandi Cimber, að félagið verði betur fært um að væra út ferðatíðni sína til Evrópu. Kaupin ná þó ekki til flugvéla né starfsmanna segir í frétt Börsens.