*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 1. október 2016 09:42

Cintamani hagnast um 30 milljónir

Hagnaður Cintamani rúmlega áttfaldaðist á milli ára.

Ritstjórn
Kristinn Már Gunnarsson á 70% í Cintamani.
Haraldur Guðjónsson

Cintamani ehf., sem framleiðir og selur útivistarfatnað, hagnaðist um rétt tæpar 30 milljónir króna í fyrra samanborið við 3,7 milljónir króna árið 2014.

Rekstrartekjur aukast töluvert milli ára eða úr 828 milljónum árið 2014 í 894 í fyrra. Um síðustu áramót voru eignir Cintamani metnar á 688 milljónir króna samanborið við 640 milljónir árið á undan.

Bókfært eigið fé nam tæpum 337 milljónum í lok síðasta árs en 307 milljónum ári áður. Eiginfjárhlutfall félagsins er því um 49%.

Athafnamaðurinn Kristinn Már Gunnarsson á 70% hlut í Cintamani ehf. og Frumtak slhf. 30%.