*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 15. júlí 2012 12:10

Cintamani skuldajafnar við Kristin

Hlutafé í Cintamani ehf. hefur verið aukið um 20 milljónir hluta vegna skuldajöfnunar við stærsta hluthafa félagsins.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Hlutafé í Cintamani ehf. hefur verið aukið um 20 milljónir hluta vegna skuldajöfnunar við stærsta hluthafa félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til ríkisskattstjóra. Kristinn Már Gunnarsson, stærsti hluthafi félagsins, fellur frá kröfu sinni á hendur félaginu en fær þess í stað hina nýju hluti, sem jafngilda um 40% hluta í félaginu þar sem heildarfjöldi hluta verður um 50 milljónir eftir hlutafjáraukninguna. Kristinn jók hlut sinn í félaginu snemma árs 2011 og átti þá 60% hlutafjár. Með þessari viðbót er Kristinn því kominn með yfirráð yfir 76% hluta í Cintamani.