Verslunum bandarísku raftækjakeðjunnar Circuit City, sem hefur verið í greiðslustöðvun frá því í nóvember, verður lokað  næstunni en ekki hefur tekist að semja við kröfu- og lánhafa félagsins og verður hún því úrskurðuð gjaldþrota innan tíðar.

Skipaður verður skiptastjóri sem mun sjá um eignir félagsins en við gjaldþrotið missa um 30 þúsund manns vinnuna.

Nú starfrækir keðjan tæplega 570 verslanir víðs vegar um Bandaríkin en í nóvember var 155 verslunum lokað.