*

laugardagur, 4. júlí 2020
Erlent 11. maí 2018 18:31

Cisco hættir að auglýsa á Youtube

Cisco, eitt af stærstu tæknifyrirtækjum Bandaríkjanna, er hætt að auglýsa á Youtube.

Ritstjórn
epa

Cisco, eitt af stærstu tæknifyrirtækjum Bandaríkjanna, er hætt að auglýsa á Youtube.

Ákvörðunin kemur í kjölfar könnunar frá CNN sem leiddi í ljós að auglýsingar frá mörgum af þekktustu vörumerkjum heims á borð við Cisco, Adidas og Facebook birtust á Youtube rásum sem studdu barnaníð, rasisma, nasisma, samsæriskenningar og áróður frá Norður-Kóreu.

Cisco ætlar ekki að auglýsa á Youtube á ný fyrr en Youtube hefur tekist að finna leið til að koma í veg fyrir að auglýsingar frá Cisco birtist á slíkum rásum.

Youtube, sem er í eigu Google, hefur átt í erfiðleikum með að leysa vandann enda bætast yfir 400 klukkutímar af efni inn á Youtube á hverri mínútu.