Meredith Whitney, sérfræðingur hjá greiningardeild CIBC, sem hratt af stað þeirri atburðarrás sem lauk með afsögn stjórnarformanns og forstjóra Citigroup, Charles Prince, segir að arftakar hans eigi að ráðast í það verkefni að skipta upp bankasamsteypunni og selja ákveðnar einingar fyrirtæksins, sem ekki tengjast kjarnastarfsemi félagsins. Citigroup er stærsta fórnarlamb lausafjárkrísunnar fram til þessa; stjórnendur bankans hafa tilkynnt að þeir búist við því að þurfa afskrifa allt að 11 milljarða Bandaríkjadala vegna stöðutöku sem tengjast bandarískum undirmálslánum, til viðbótar við þá 6,5 milljarða sem bankinn afskrifaði hjá sér á þriðja ársfjórðungi. Heildarstaða bankans í slíkum gjörningum er sögð vera um 55 milljarðar dala.

Nánar er fjallað um málið í erlendum fréttum Viðskiptablaðsins.