Bankasýsla ríkisins hefur ráðið Citi (Citigroup Global Markets Europe AG), J.P. Morgan og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem leiðandi umsjónaraðila og söluráðgjafa vegna frumútboðs á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka. Ráðgjafarnir hafa þegar hafið störf, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Bankasýslunnar.

Framangreindir aðilar voru valdir úr hópi 24 aðila sem skiluðu inn áhugayfirlýsingum til að verða söluráðgjafar. Gert er ráð fyrir frekari ráðningum úr framangreindum hópi í verkefnateymið á næstunni.

Bankasýslan hafði áður tilkynnt um að STJ Advisors Group Limited hafi verið ráðinn sjálfstæður fjármálaráðgjafa við frumútboðið. Þá hafa níu erlendar lögfræðistofur og sex innlend fyrirtæki sótt eftir því að veita lögfræðiráðgjöf við útboðið. Bankasýslan og Íslandsbanki hyggjast ráða sameiginlega lögfræðiráðgjafa fyrir söluferlið á bankanum, annars vegar  lögfræðiráðgjafa með sérþekkingu á íslenskum lögumog hins vegar lögfræðiráðgjafa með sérþekkingu á erlendum/alþjóðlegum lögum.