*

mánudagur, 20. janúar 2020
Erlent 10. september 2019 19:07

Citi spáir gullæði

Verð á gulli gæti rofið 2.000 dollara múrinn innan tveggja ára samkvæmt spá Citigroup.

Ritstjórn
Þegar harðnar á dalnum tekur gullið að glóa í augum fjárfesta.
Aðsend mynd

Verð á gulli (einni únsu) gæti farið upp í 2.000 dollara á næstu tveimur árum samhliða minni hagvexti og frekari vaxtalækkunum Bandaríska seðlabankans, samkvæmt spá greinenda bankans Citigroup. Financial Times greinir frá þessu og vísar í greiningu bankans sem birt var síðastliðinn mánudag.  

Telja greinendur Citi að gull muni slá fyrra verðmeti frá ári 2011 innan tíðar þar sem óvissa um forsetakosningarnar 2020 muni fara saman með auknum slaka hagkerfisins. Eftirspurn eftir gulli hefur sögulega aukist þegar vextir ríkisskuldabréfa hafa farið niður fyrir núll og vaxtarferilinn hallað niður á við, sem sé einmitt staðan á skuldabréfamarkaði í dag. 

Það sem af er ári hefur gull hækkað um 17% og stendur í dag í tæpum 1.500 dollurum en gullverð hefur ekki hækkað jafnskart síðan 2010. Til viðbótar við aukna hættu á samdrætti í heimshagkerfinu þá hafi seðlabankar heimsins fjárfesta meira í gulli en undanfarin 9 ár. Þannig hafi seðlabanki Kína verið fjárfest mikið í gulli að undanförnu í viðleitni til að minnka vægi dollarans í gjaldeyrisforða landsins sem nú er áætlaður 3,1 þúsund milljarða dollara. 

Gullforði Kínverja hafi hækkað upp í 62,4 milljónir únsa í ágúst en í nóvember á síðasta ári nam forðinn 59,2 milljónum únsa, sem þýði að verðmæti gullforðans sé um 94 milljarða dollara.   

Stikkorð: Citigroup Gull