Alþjóðlegi fjárfestingabankinn Citibank, sem er hluti af fjámálasamstæðunni Citigroup, er komin með 0,6% stöðu í FL Group og er því meðal 20 stærstu hluthafa félagsins.

Fyrir skömmu greindi Viðskiptablaðið frá því að Citigroup væri á meðal tíu stærstu hluthafa Glitnis, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands.

Talið að Citigroup hafi fyrst tekið stöðu í Glitni í sumar og nemur hluturinn nú 1,73% af heildarhlutafé Glitnis. Staðan í FL Group mun samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins vera nýtilkominn. Markaðsvirði FL Group núna er 180 milljarðar króna og hluturinn því ríflega eins milljarðs króna virði.

Sérfræðingar búast við því að Citibank hafi keypt hlutinn fyrir viðskiptavin sinn, sem er að öllum líkindum ekki íslenskur, rétt eins og átti við um Glitni banka.