Eins og vb.is greindi frá í gær var tæplega tíu milljarða bandaríkjadala tap á rekstri Citigroup, stærsta banka Bandaríkjanna, á síðasta ársfjórðungi nýliðins árs vegna feikilegra afskrifta á eignum tengdum fasteignalánum og vaxandi taps vegna neyslulána.

Bankinn tilkynnti jafnframt að hann hygðist sækja 14,5 milljarða dala til fjárfesta til þess að styrkja eiginfjárhlutfallið Um er að ræða fyrsta ársfjórðungstap Citigroup í sextán ár.

Ástandið á bandaríska fasteignamarkaðnum varð til þess að bankinn þurfti að afskrifa fjármálagjörninga í undirmálslánum sem svaraði til tæpra 18 milljarða Bandaríkjadala. Tap bankans á fjórðungnum nam 9,83 milljörðum dala.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið á pdf formi hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann hér .