Citigroup bankinn þarf að greiða 1,66 milljarð Bandaríkjadala og afskrifa um 4,25 milljarða dala kröfur vegna Enron orkufyrirtækisins sem varð gjaldþrota í desember árið 2001.

Samkomulag náðist milli Enron Creditos Recovery Corp. (ECRC) og Citigroup en ECRC hafði krafði bankann um allt að 20 milljarða dala greiðslu vegna lána og ábyrgða Citygroup til Enron. Bankinn var meðal annars ásakaður um að hafa vitað af slæmri stöðu fyrirtækisins og hafa litið í hina áttina þegar kom að lánveitingum. Þegar málinu var þinglýst í dómssölum neitaði bankinn hvorki né játaði þeim ásökum.

Í tilkynningu frá Citigroup kemur fram að fjármagn það er nú þarf að greiða hafi þegar verið tekið frá og því muni þetta ekki hafa áhrif á rekstur bankans. Að öðru leyti hafa talsmenn bankans ekki viljað tjá sig um málið.

Áður en uppgjörið fer fram þarf gjaldþrotadómstóll að samþykkja samninginn.