Bandaríski bankinn Citigroup hefur í hyggju að breyta fyrirkomulagi bónusgreiðslna fyrir æðri stjórnendur. Breytingin miðar að því að verðlauna þá sem sýna besta viðleitni til samstarfs við aðrar deildir innan fyrirtækisins. Reuters greinir frá þessu í dag.

Erfitt gæti þó verið að koma þessum breytingum í gegn, þar sem erfitt er að mæla hversu vel starfsmenn vinna með hvorum öðrum.

Citigroup, sem hefur skilað meira en 15 milljarða dollara tapi á síðustu tveimur fjórðungum, hefur afskrifað alls 40 milljarða dollara vegna skuldabréfavafninga tengdum undirmálslánum.

Talið er að binding bónusgreiðslna við annað en beinan, fjárhagslegan ávinning fyrirtækisins eða ákveðinna deilda þess er talin geta stuðlað að varfærnari áhættustýringu stjórnenda.