Tap bandaríska bankarisans Citigroup nám á fjórða ársfjórðungi tæpum 8,3 milljörðum Bandaríkjadala eða því sem nemur um 1,7 dölum á hvern. Á sama tíma í fyrra tilkynnti Citigroup um mesta tap bankans frá upphafi þegar bankinn tapaði um 9,8 milljörðum dala eða um 2 dölum á hvern hlut.

Þá námu afskriftir bankans um 28,3 milljörðum dala vegna eitraðra húsnæðisveða og skuldaafskrifta en þar með hefur bankinn afskrifað um 92 milljarða dali síðustu 12 mánuði.

Tekjur bankans á fjórða ársfjórðungi drógust saman um 13% og námu 5,6 milljörðum dala.

Í kjölfar þeirrar krísu sem staðið hefur yfir á fjármálamörkuðum hefur verið ákveðið að skipta starfssemi bankans í tvennt, annars vegar alþjóðlega bankastarfssemi og hins vegar viðskiptabankaþjónustu, eignastýringu og þess háttar.