Fjármálafyrirtækið Citigroup hefur hækkað markagengið sitt á Kaupþingi í 1.500 úr 1.275 krónum á hlut. Mælir bankinn áfram með kaupum í Kaupþingi eftir gott uppgjör fyrir annan ársfjórðung, sem birtist á miðvikudaginn síðastliðinn.

Gengi Kaupþings hefur lækkað um 1,11% það sem af er degi og er 1.248 krónur á hlut, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Sérfræðingar hafa verið að velta því fyrir sér hvort verðmöt myndu hækka í kjölfar uppgjörsins á miðvikudaginn, að því er fram kom í Viðskiptablaðinu í gær. Það kom á daginn.

Greiningardeild Landsbankans segir að það megi vænta nýju verðmati frá þeim.