Fjárfestingabankinn Citigroup mælir með kaupum á hlutum í breska lággjaldaflugfélaginu easyJet, en gengi bréfanna hefur fallið um 17,5% síðan þau náðu hámarki í janúar í 400 pens á hlut.

Gengi bréfa easyJet hefur haldist hátt vegna væntinga um að FL Group myndi gera tilraun til að taka yfir félagið og gaf gengið verulega eftir þegar FL Group seldi 16,9% hlut sinn í síðustu viku. Söluhagnaður félagsins af bréfunum nam um 12 milljörðum króna.

?Við höfum aldrei gert ráð fyrir að FL Group tækist að taka yfir easyJet og byggðum því ekki verðmat okkar á því," segir bankinn. Verðmat Citigroup hljóðar upp á 400 pens á hlut.