Citigroup mun draga verulega úr neytendalánastarfsemi (e. consumer finance operations) í Japan í kjölfar nýrrar lagasetningar í Japana sem setur takmarkanir þar á, segir í frétt Dow Jones.

Citigroup hyggst loka 270 útibúum og munu þá 50 standa eftir, einnig verður 100 rafrænum lánabönkum lokað, en 700 munu standa eftir.

Japanska þingið tilkynnti nýlega löggjöf sem miðar að því að vernda hagsmuni lánþega. Iðnaðurinn var í miklum blóma í efnahagskreppu Japans sem var um miðjan tíunda áratuginn, þegar mikið atvinnuleysi var og tekjur lækkuðu samhliða því að bankarnir drógu úr lánveitingum.