Bandaríski bankarisinn Citigroup hefur tilkynnt að bankinn hyggist skera niður um 4.500 störf hjá sér víðs vegar um heiminn til þess að ná niður rekstrarkostnaði. Citygroup reiknar með að uppsagnirnar muni kosta um 400 milljónir dala, jafngildi meira en 47 milljarða króna, og verður sú upphæð færð til gjalda á fjórða ársfjórðungi.

Þetta er enn ein uppsögnin hjá stórbönkum vegna minnkandi umsvifa í hagkerfum heimsins, sem hafa neytt þá til þess að skera niður kostnað, en áður hafa HSBC, Bank of America og Lloyds gripið til svipaðra aðgerða. Vikram Pandit, forstjóri Citigroup, segir aðt ekist hafi ná niður kostnaði um 1,4 milljarða dala það sem af er þessu ári.