Bandaríski fjárfestingabankinn Citigroup mun á næstunni segja upp allt að 6.500 manns á fjárfestingasviði bankans eftir því sem fram kemur í frétt Wall Street Journal í dag.

Bankinn tapaði rúmlega 5 milljörðum Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en búist er við að uppsagnirnar hefjist nú þegar í þessari viku en áætlaður fjöldi er um 10% starfsmanna bankans á fjárfestingasviði.

Hjá Citigroup starfa nú um 350 þúsund manns út um allan heim en bankinn hefur þegar sagt upp um 9.000 manns á þessu ári.