Citigroup tilkynnti um helgina að bankinn hugðist segja upp allt að 9.000 manns en í byrjun janúar síðastliðnum var tilkynnt um uppsögn rúmlega 4.000 manna hjá bankanum.

Eins og greint var frá fyrir helgi nam tap bankans á fyrsta ársfjórðungi þessa árs um 5,1 milljörðum Bandaríkjadala en á síðasta ársfjórðungi ársins 2007 tapaði bankinn um 9,8 milljörðum dala.

Starfsmenn bankans eru um 369 þúsund út um allan heim.