Bandaríski bankinn Citigroup hagnaðist um 1,31 milljarð Bandaríkjadala á 4. ársfjórðungi 2010. Nemur hagnaðurinn 4 centum á hlut. Bankinn hefur lagt til hliðar 4,8 milljarða dala til að mæta tapi í framtíðinni. Er það lægsta upphæð sem bankinn hefur geymt í slíkum varasjóði síðan á öðrum ársfjórðungi 2007.

Tap af lánastarfsemi bankans dróst saman frá fyrri ársfjórðungi ensöluhagnaður afleiða dróst saman. Greiningaraðilar höfðu spáð því að hagnaður bankans á ársfjóðrungnum yrði 8 cent á hlut.

Bankinn tilkynnti um 7,58 milljarða dala tap á 4. ársfjórðungi 2009. Á árinu 2010 nam hagnaður bankans 10,6 milljörðum dala, eða 35 centum á hlut.

Hlutabréfaverð í Citigroup lækkuðu um 3% fyrir opnun markaða í dag.