Citigroup, einn stærsti banki Bandaríkjanna, hefur samþykkt að taka yfir Wachovia-bankann, sem hefur verið aðframkominn vegna taps vegna fasteignalána. Bandarísk stjórnvöld komu að málunum og liðkuðu fyrir yfirtökunni.   Samkvæmt Bloomberg-fréttaveitunni þá nemur núverandi andvirði útlána Wachovia 312 milljarða Bandaríkjadala en mögulegt tap Citi af yfirtökunni verður í mesta falli 42 milljarðar, þar sem að bandarísk bæta bankanum útlánatöp umfram þá upphæð. Sérfræðingar benda á að yfirtakan sé enn eitt merkið um hversu stjórnvöld reyni nú að beita sér að fullum mætti til þess að koma illa stöddum fjármálafyrirtæki í hendur þeirra sem standa á styrkari stoðum.   Með kaupunum tekur Citi yfir 3300 útibú og skrifstofur í 21 ríkjum Bandaríkjanna. Wachovia er nýjasta fórnarlamb lánsfjárkreppunnar og hrunsins á bandaríska fasteignamarkaðnum en sem kunnugt er hefur fjöldi fjármálafyrirtækja farið í valinn á undanförnum misserum. Það vekur athygli að Wachovia er stærsti eigandi valrétta í fasteignalánum með breytilegum vöxtum í Bandaríkjunum. Aðeins Washington Mutual var stærri en sá banki fór í þrot í síðustu viku. Það eru greiðsluerfiðleikar og greiðslufall sem borga af slíkum lánum sem hafa drifið áfram hrunið á bandaríska fasteignamarkaðnum.     Samkvæmt Bloomberg þá gera forráðamenn Wachovia að tap af 122 milljarða dala veðréttum sínum slíkum lánum muni nema 12% eða um 14 milljörðum dala. Hinsvegar telja sérfræðingar matsfyrirtækisins að greiðslufall af fjármálagjörningum tengdum slíkum lánum muni aukast mikið og gætu farið í 45%.