Ensku knattspyrnuliðin Manchester City og West Ham munu líklegast spila æfingarleik á Laugardalsvelli í sumar að því er kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins . Erlent fyrirtæki óskaði þess að leigja völlinn fyrr í vikunni. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ staðfestir að viðræðurnar væru langt komnar.

Upprunalega stóð til að Manchester City ætti að keppa við Arsenal, en samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV verða það City og West Ham sem etja kappi á þjóðarleikvangi Íslands. Laugardalsvöllur tekur 9.800 manns í sæti. Gert er ráð fyrir því að auka stúkur verði settar upp. Núverandi áhorfendamet á Laugardalsvelli árið 2004, þegar 20.204 manns sáu vináttulandsleik Íslands og Ítalíu, nú er spurningin; Verður það met slegið nú?