Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið CLARA hefur opnað sölu- og markaðsskrifstofu í Kísildal í Kaliforníu og mun fyrirtækið vera eina íslenska fyrirtækið sem er með starfsemi þar. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu er vitnað í Gunnar Hólmstein Guðmundsson, forstjóra CLARA, sem segir að fyrst um sinn verði tveir starfsmenn á skrifstofunni.

Kísildalur er ein helsta miðstöð hugbúnaðariðnaðar í heiminum og segir í fréttatilkynningunni að það hafi margsýnt sig að fyrirtæki með starfsemi þar eigi mun auðveldara með að nálgast fjármagn til stækkunar og tengslamyndunar.

CLARA mun fyrst um sinn einbeita sér að leikjamarkaðnum en eins og m.a. kom fram á vb.is í október 2009 hefur fyrirtækið náð árangri þar.