Jeremy Clarkson, fyrrum Top Gear kynnirinn, verður með nýjum samningi við Amazon launahæsti sjónvarpskynnir Bretlands. Þessu greinir the Mirror frá. Clarkson, sem var rekin af BBC fyrr á árinu vegna slagsmála, mun fá 30 milljónir punda næstu þrjú árin fyrir 36 þætti hjá Amazon. Þetta eru 800 þúsund pund fyrir hvern þátt, eða sem nemur tæpum 160 milljónum íslenskra króna.

Amazon mun eyða í kringum 160 milljónum punda fyrir 36 þætti. Þetta þýðir að hver og einn þáttur fá 4,5 milljónir punda til ráðstöfunar. Top Gear þættirnir á BBC fengu hins vegar einungis milljón punda til ráðstöfunar fyrir vhern þátt.

Framleiðandinn Andy Wilman og hinir Top Gear kynnarnir Richard Hammond og James May eru sagðir vera með aðeins lægri laun, en þó mjög há laun.