Aðspurður um það hvernig hann skynji viðhorf erlendra viðskiptamanna til Íslands segir Claudio Albrecht, forstjóri og stjórnarformaður Actavis Group að menn séu enn skeptískir.

Í viðtali við Viðskiptablaðið segir Claudio að það sé þó skiljanlegt í ljósi þess sem á undan er gengið.

„Það er mikið verk eftir óunnið. Við og aðrir sem störfum fyrir Íslands hönd á alþjóðavettvangi þurfum líka að líta á okkur sem nokkurs konar sendiherra fyrir íslenskt viðskiptalíf,“ segir Claudio.

„Stærstur hluti framleiðslu okkar fer í útflutning og hluti af því að auka traust á Íslandi á ný er að sýna og halda þeim gæðum sem eru í útflutningsvörum landsins. Það á jafnt við lyfjageirann sem aðra geira. Mér finnst þó rétt að taka fram að menn eru ekki neikvæðir í garð Íslands þó að menn séu skeptískir. Þvert á móti finnst mér menn vera mjög áhugasamir um það sem er að gerast hérna.“

Sjá nánar viðtal við Claudio Albrecht í Viðskiptablaðinu