Íslandsbanki hefur gefið út og selt skuldabréf að virði 48 milljónir kanadískra dala fyrir kanadíska matvælafyrirtækið Clearwater Seafoods Limited Partnership, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Bréfin voru seld fjárfestum á íslenskum skuldabréfamarkaði og eru þau til fimm ára og bera 6,7% vexti. Nafnvirði bréfanna er 2,46 milljarðar íslenskra króna en þau eru breytileg í aðra gjaldmiðla.

Andvirðið verður notað til að endurfjármagna skuldir félagsins og endurgreiða að hluta sambankalán sem nemur 115 milljónum kanadískra dala.

Fjármálastjóri Clearwater, Robert Wight, segir fyrirtækið hafa átt langt og gott samband við Íslandsbanka og að það kunni að meta þekkingu bankans á sjávarútvegi og matvælamörkuðum. Clearwater Seafoods Limited Partnership is dótturfyrirtæki Clearwater Seafoods Income Fund.