Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hyggst aldrei aftur bjóða sig fram til embættis. Hún sagðist enn fremur sjá eftir að hafa haldið ræður fyrir fjármálafyrirtæki á Wall Street í eftir að hún hætti sem utanríkisráðherra árið 2013 þar sem að hún laut í lægra haldi fyrir Donald J. Trump forseta Bandaríkjanna. Hún sagði að þrátt fyrir að ferli hennar sem atvinnupólitíkus væri lokum hygðist hún halda áfram að taka þátt í stjórnmálum á óbeinan hátt. Þetta kom fram í samtali Hillary Clinton við Jane Pauley á sjónvarpsstöðinni CBS.

Ræðurnar sem minnst er á hélt Clinton fyrir Goldman Sachs Group og önnur fjármálafyrirtæki í New York í kjölfar þess að hún lét af embætti utanríkisráðherra árið 2013. „Andstæðingar mínir bjuggu til ýktar sögur um hversu hryllilega hluti ég hef sagt á bak við luktar dyr. Þeir sögðu einnig að ég myndi að eilífu vera í vasanum á skuggalegum bankamönnum,“ sagði Clinton og bætti við að hún hefði átt að sjá það fyrir. Að lokum bætti hún við að þetta hafi verið mistök.

Tíu mánuðum eftir tapið gegn Trump segir Clinton að hún sé enn að jafna sig, þó að hún sé öll að koma til.