Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, liggur nú á spítala eftir að læknar fundu blóðtappa sem rakin er til heilahristings sem hún fékk fyrir nokkrum vikum síðan.

Clinton hefur ekki sést á opinberum vettvangi síðan hún hætti við ferðalag til Mið-Austurlanda sem átti að hefjast þann 10. desember. Þá var tilkynnt að ráðherrann glímdi við magavírus eftir vinnuferð til Evrópu í byrjun desember. Í veikindum sínum leið yfir Clinton, hún datt og fékk heilahristing.

Financial Times greinir frá því að Clinton dvelji nú á spítala í New York. Þar mun hún vera næstu tvo daga.