Cloud Engineering hefur farið í gegnum nafnabreytingu og verður framvegis kynnt undir vörumerkinu Kaptio. Nýja vörumerkið er hluti af sókn félagsins á erlenda markaði, og mun hjálpa fyrirtækinu að skapa sérstöðu á vaxandi markaði upplýsingatæknigeirans sem leggur áherslu á viðskiptaforrit keyrð á netinu og í tölvuskýi. Fyrirtækið hefur nú þegar skilað verkefnum af sér fyrir erlend fyrirtæki, m.a. í Þýskalandi og Svíðþjóð og vinnur nú að verkefni á Írlandi.

Cloud Engineering, nú Kaptio, hefur afrekað heilmikið síðasta árið. Það tók m.a. þátt í fyrstu StartupReykjavik-smiðjunni síðasta sumar með vöruna Datatracker, sem er þróuð sem viðbót við Salesforce hugbúnaðinn. Datatracker var síðan valið besti sprotinn í flokki viðskiptahugbúnaðar á norrænu nýsköpunar- og fjárfestingaráðsetfnunni Arctic15 í fyrra og fékk einnig styrk frá Tækniþróunarsjóð til áframhaldandi þróunar á vörunni.

Hjálpa til við að innleiða ný kerfi

Kaptio, sem er m.a. samstarfsaðili Salesforce.com með áherslu á Norðurlandamarkað, veitir þjónustu og ráðgjöf um hvernig fyrirtæki geta nýtt sér nýjar hugbúnaðarlausnir sem keyrðar eru á netinu.  Notendur fá aðgang af slíkum lausnum í gegnum vafrann sinn en þannig lausnir hafa verið í miklum vexti síðustu ár á kostnað eldri hugbúnaðarlausna sem settar eru upp inn sem sér forrit inn á á tölvum notenda.

Í tilkynningu frá Kaptio er haft eftir Ragnari Fjölnissyni, þróunarstjóra og meðstofnanda fyrirtækisins, að síðustu árin hafi fyrirtæki um allan heim verið að skipta út eldri upplýsingakerfum í stað nýrra kerfa sem keyra í vöfrum notenda og er jafn einfalt að nálgast og nota eins Facebook, Gmail, Google Docs, WordPress og aðrar veflausnir. Í kjölfarið verður til nýr þjónustuiðnaður sem gengur út á að hjálpa fyrirtækjum að innleiða þessa nýju tækni og hámarka möguleikana sem þau bjóða upp.