Kínverska olíufyrirtækið CNOOC, sem hefur sérleyfi til vinnslu olíu á Drekasvæðinu, íhugar nú olíuleit á landgrunni Noregs. Bloomberg greinir frá málinu.

Þar kemur fram að CNOOC sé að kanna möguleika á þátttöku í olíuleitarútboði Noregs í Barentshafi. Hunsar fyrirtækið þar með kaldlyndi kínverskra stjórnvalda gagnvart Noregi frá því að síðarnefnda þjóðin veitti kínverskum andófsmanni friðarverðlaun Nóbels árið 2010.

Stefnt er að því að sérleyfin til olíuleitar verði veitt árið 2016.