Eftir að kaup Co-operative Group á Somerfield gengu í gegn í gær sagði forstjóri fyrrnefnda félagsins, Peter Marks, að samningurinn hafi strax tvöfaldað markaðshlutdeild Co-operative Group á breskum matvælamarkaði. Markaðshlutdeildin er nú 8% og telur Peter kaupin gefa Co-operative Group það bolmagn sem þarf til að keppa við „hin fjögur stóru“ - þ.e. Tesco, Asda, J Sainsbury og Wm Morrison.

„Þegar ég hóf störf árið 1967 höfðum við 25% markaðshlutdeild. Við getum ekki farið aftur í tímann en kaupin á Somerfield eru skref á leið að stærri markaðshlutdeild á nýjan leik,“ sagði Peter.

Co-operative Group mun nú hafa yfir 3.000 verslunum að ráða.

Co-operative Group tók lán upp á 2,2 milljarða punda frá fimm bönkum samtals til að endurfjármagna skuldir sínar og fjármagna kaupin á Somerfield.

Þetta kemur fram í frétt Financial Times.