Mosaic Fashions, sem er skráð í Kauphöll Íslands, var verðlaunað af breska tískutímaritinu Drapers fyrir Coast-vörumerkið sitt, segir í tilkynningu frá félaginu.

Drapers er eitt helsta fagtímarit tískuiðnaðarins í Bretlandi og stendur það árlega fyrir uppskeruhátíð sem vekur vanalega töluverða athygli.

Verðlaunin eru viðkenning fyrir öran vöxt Coast en sala vörumerkisins hefur þrefaldast á síðastliðnum fjórum árum, segir í tilkynningunni.

Mosaic Fashions er móðurfélag fjögurra kventískufyrirtækja: Coast, Oasis, Karen Millen and Whistles. Coast er skilgreint af fyrirtækinu sem hágæða vörumerki sem sem selur nútímalegan tækifærisklæðnað fyrir konur á aldrinum 25-45 ára.