Öll vörulína coke hefur verið sameinuð undir einum hatti en drykkirnir munu verða í mismunandi lituðum umbúðum með ólíkri innihaldslýsingu. Þetta kom fram á blaðamannfundi sem Vífilfell hélt í dag og kynnti Carloz Cruz, nýr forstjóri Vífilfells, ákvörðunina.

„Ákvörðunin var kynnt samtímis um alla Evrópu en neytendur á Íslandi þurfa að bíða fram í maí til að sjá merki um hana í hillum verslana,“ segir í tilkynningu frá Vífilfell. Þar kemur fram að Coca-Cola fyrirtækið hafi reglulega þurft að mæta þörfum neytenda útfrá braðgskyni, breytti neyslumynstri og lífstíl. „Eftir breytinguna munu þessi mismunandi vörumerki, auk nýrra sem kunna að koma á markað, sem áður segir sameinast undir hatti Coca-Cola vörumerkisins. Ekki verður þó hvikað frá bragðinu sem neytendur þekkja. Þessi nýja nálgun er talin breikka hið heimsþekkta vörumerki þvert yfir vöruframboð fyrirtækisins. Á sama tíma munu umbúðir og auglýsingar undirstrika mismunandi eiginleika hverrar vöru, sem auðveldar neytendum val á vöru við sitt hæfi.