Samkvæmt nýlegri skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Interbrand er Coca-Cola verðmætasta alþjóðlega vörumerkið áttunda árið í röð.

Það er Marketing Week sem greinir frá því á vef sínum (marketingweek. co.uk).

Litlar breytingar eru í tíu efstu sætum milli ára utan þess að IBM er nú í öðru sæti og skiptir þar um sæti við Microsoft sem er í því þriðja.

Google kemur inn í 10. sæti en var í 20. sætinu í fyrra.

Efnahagsþrengingar síðustu mánaða hafa haft mikil áhrif á stöðu fjármálafyrirtækja. Þannig falla Merrill Lynch, Citi and Morgan Stanley hratt niður listann í ár.