*

mánudagur, 17. júní 2019
Erlent 3. janúar 2012 18:31

Coca Cola hvatt til að hætta stuðningi í Swasilandi

Stjórnarháttum Mswati konungs Swasilands líkt við Suður-Afríku þegar aðskilnaðarstefnan var við lýði.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Andófshreyfingar í Swasilandi hvetja Coca Cola til að draga úr stuðningi sínum við stjórnvöld í Swasilandi en Coca Cola hefur verið öflugur fjárfestir í landinu frá árinu 1987.

Coca Cola segist ekki skipta sér af stjórnmálum í þeim löndum sem það á í viðskiptum í. Sumar skýrslur benda til þess að 40% af tekjum í Swasilandi megi rekja til Coca Cola en landið er í miklum fjárhagsörðugleikum.

Þrýstingur er meðal andófsmanna á erlend fyrirtækin en þau segja að þau fyrirtæki sem styðji ekki við bakið á þeim séu að styðja Mswati konung.

Hér má lesa frétt BBC um Mswati og Coca Cola.

Stikkorð: Coca cola Swasílandi
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is