Coca-cola mun borga 2,15 milljarða Bandaríkjadala, rúmlega 249 milljarða íslenskra króna, fyrir 16,7% hlut í orkudrykkjarisanum Monster. Fjallað er um málið á vef Financial Times.

Með samningnum mun Coca-cola taka við þeim drykkjum sem Monster framleiðir og ekki eru orkudrykkir og innleiða í starfsemi sína. Eins mun Monster taka við orkudrykkjum Coca-cola. Fyrirtækin munu einnig sameinast um stærra dreifingakerfi.

Sérfræðingar hafa áætlað að sala orkudrykkja geti numið 21,5 milljörðum dala árið 2017, samanborið við 12,5 milljarða dala árið 2012.

Monster er leiðandi á sviði orkudrykkja, með hátt í 42% markaðshlutdeild.