Forsvarsmenn Coca-Cola hafa styrkt rannsóknir til að sýna að gosdrykkir valdi ekki offitu. Í staðinn beina þeir fingrinum að hreyfingarleysi fólks.

Ný stofnun the Global Energy Balance Network, sem er fjármögnuð af Coca-Cola ásamt þremur háskólum, styrkjum og fjölmiðlafyrirtæki, hefur sent frá sér myndskeið þar sem sérfræðingar neita tengingunni milli gosdrykkju og offitu. Í myndskeiðinu er fjölmiðlum kennt um að breiða út þá hugmynd og sagt er að engin alvöru sönnun sé fyrir því.

GEBN nefndi ekki að Coca-Cola væri meðal styrktaraðila þangað til sérfræðingur í heilsu sóttist eftir að fá að vita hver stæði að baki þess. Í myndskeiðinu segir að aðal ástæða offitu sé einfaldlega sú að fólk er að borða fleiri kaloríur en það brennur. Því ætti það að hreyfa sig meira.