Hagnaður coca-Cola Enterprises á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var lægri en í fyrra, þrátt fyrir söluaukningu. Er það vegna hærri útgjalda fyrirtækisins, skipulagsbreytinga og minni sölu í Norður-Ameríku.

Rekstrartekjur fyrirtækisins jukust um 7% í 4,89 milljarða Bandaríkjadala, en raunvirði hækkaði um 1,5% og verð vöru þeirra um 4%.

Stærsti framleiðandi Coca-Cola, KO.N, sagðist búast við því að þéna um 1,5 Bandaríkjadal á hlut á árinu 2008, en á fyrsta ársfjórðungi var hagnaður á hlut 2 cent.