Coca Cola er verðmætasta vörumerkið heims, tólfta árið í röð. Interbrand birti lista yfir 100 verðmætustu vörumerkin í dag.

Verðmæti vörumerkis Coca Cola hefur hækkað lítilega milli ára, úr 70,5 milljörðum dala í 71,8 milljarðar dala.

IBM er í öðru sæti, Microsoft í þriðja, Google er í fjórða, General Electric í því fimmta og McDonalds í sjötta.

Hástökkvari þessa árs er tölvurisinn Apple sem fer úr 17. sæti í það áttunda. Verðmæti Apple er nú 33,5 milljarðar dala en var 21,2 milljarðar dala í fyrra.