Coca-Cola hefur náð samkomulagi við Anheuser-Busch InBev's um kaup á afrísku átöppunarfyrirtæki á 3,15 milljarða dollara eða því sem jafngildir 358 milljörðum íslenskra króna. Reuters fréttaveitan greinir frá. Coke mun síðar selja hlutinn í fyrirtækinu.

Það kemur ekki fram hvers vegna Coke ákvað að kaupa meirihluta í fyrirtækinu, en það var áður í eigu SABMiller, en féll í skaut AB INBev í kjölfar yfirtöku AB INBev á SABMiller.

Útskýringin að mati Reuters gæti verið sú að AB INBev sem sér ekki mikla vaxtarmöguleika í bjórsölu gæti verið að færa sig inn á gosdrykkjamarkarkaðinn.